top of page
253319750_10227236726606312_8119090853236302508_n.jpg

Sagan mín

Ég lærði að kenna jóga eða nánar tiltekið hot jóga í október árið 2008 hjá Absolute Yoga Academy í Koh Samui, Tælandi og lauk 200 tíma réttindunum viðurkenndum af alþóðlegu jógasamtökunum: Yoga Alliance.

 

Árið 2010 bætti ég við mig og hef núna 500 tíma kennsluþjálfun frá sömu aðilum. Ég hef kennt Hot Yoga á Íslandi frá janúar 2009 í fullu starfi.

 

Ég sæki reglulega frekari menntun í yogafræðum erlendis, hef meðal annars sótt seminar hjá sjálfum Bikram Choudhury í Barcelona 2010 og sótti síðast eina stærstu jóga ráðstefnu á alþjóðlegum mælikvarða í Rishikesh, Indlandi á þessu ári í mars og var fulltrúi Íslands þar. 

 

Ég hef mikla ástríðu fyrir faginu og geri mitt allra besta til þess að miðla þekkingu minni á sem fagmannlegastan máta til iðkenda.  Megináhersla mín er að fólk fái réttar leiðbeiningar og fái upplýsingar um allar útfærslur á æfingunum sem gætu hentað þeim þannig að árangur náist sem bestur. 

 

Jóga er fyrir alla á öllum aldri og af öllum líkamstegundum. Algengasti misskilningur fólks sem ekki þekkir betur er sá að jóga henti betur þeim sem eru liðugir. Jóga hjálpar einmitt þeim sem ekki eru liðugir að liðkast en liðleiki er svo lítill þáttur af jógaiðkuninni sem heild.

 

Jóga er sameining hugar og líkama. Jógaiðkun styrkir okkur líkamlega og andlega. Við náum að styrkja djúpvöðva sem liggja sem næst beinum og liðamótum með aðaláherslu á hrygginn. Við náum einnig að hugleiða og sameina hug og líkama með því að stjórna önduninni í öllum æfingunum.

 

Jóga er frábær iðkun til þess að halda sér í formi líkamlega og andlega og að láta sér líða vel.

Með kærri kveðju,

Jóhanna Karlsdóttir

bottom of page