Vellíðan og vöxtur
Hver er Anna Ísfold?
Velkomin(n)
Þakklæti í núinu
Við hjá Ísfold sköpum upplifanir og veitum fræðslu sem gefa þér tækifæri til að auka lífshamingju þína og um leið þeirra sem þú elskar. Upplifanir og fræðsla eru ýmist hannað og framleitt af Önnu Ísfold eða í samstarfi við fagaðila hverju sinni sem hafa ólíka þekkingu og reynslu sem hafa tilgang í þeirri fræðslu eða upplifun sem við bjóðum uppá.
Ég er markþjálfi og Yoga nidra kennari. Ég lauk Msc í viðskiptafræði og diplóma í lýðheilsuvísindum frá læknadeild HÍ.
Isfold er gæluverkefni þar sem ég vinn með ástríðu mína að hafa áhrif á samfélag okkar, samferðarfólk og umhverfi.
Isfold er vettvangur hugmynda sem styðja við tilgang minn í þessu lífi.
Lítil stúlka sagði nýlega við mig í erfiðum aðstæðum sem hún var í og ég henni til stuðnings „Anna ég hef fulla trú á þér“ svo fékk ég besta knús í heimi fyrir hjálpina. Það eru þessi andartök í lífinu sem gefa því tilgang.
Anna
Kannski eru sögur gögn með sál
Ég hafði alla tíð fundið vöntun innra með mér. Tilfinningu um að ég væri ekki nóg nema að þóknast, stjórna eða bjarga öðrum. Áttaði mig nýlega á að óttinn er rót stjórnsemi hjá mörgum.
Á vegferð minni við að tengjast sjálfri mér hef ég uppgötvað að áföll í barnæsku eru grunnur alls. Skortur á öryggi og örvun við aðstæður á heimili þar sem foreldrar voru vanvirkir hafa fléttast í líf mitt tengt vali á námi, fyrrum maka og starfsvettvangi. Litla Anna 6 ára hefur fylgt mér alla tíð með áföllin í bakpokanum sem ég átti óunnin. Meðvirkni var hluti af mér og ég sótti í það sem var kunnulegt.
Árið 2017 voru straumhvörf í lífi mínu, hjónaskilnaður. Þarna án þess að vita það þá var mér gefin dýrmæt gjöf. Ég hafði um margra ára skeið sætt mig við og gert gott úr aðstæðum sem innsæi mitt vissi að voru mér ekki góðar.
Á þessum árum fyrir skilnað lauk ég rykföllnum háskólagráðum, Msc í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum (2016) og diplómu í lýðheilsuvísindum frá HÍ (2017) með áherslu á forvarnir, lýðheilsu, svefn og næringarfræði. og Markþjálfun í Opna Háskólanum í HR (2018).
Þegar þoku létti fann ég leið að sálinni minni með hugleiðslu, RTT dáleiðslu og í áfallastreitumeðferð. Námskeið og ráðgjöf ýmist á netinu eða hér heima. Samhliða líkamlegri uppbyggingu með áherslu á næringu og útivist.
Andleg og líkamleg rækt getur verið svo margt. Við höfum öll ólíkan bakgrunn en höfum sama tækifæri til að upplifa núið í tenginu við okkur sjálf og framtíð. Við eigum það sameiginlegt að vilja vera séð, heyrð og örugg. Ísfold vellíðan og vöxtur er vettvangur þar sem ég miðla þekkingu minni, bæði sjálf og með fagfólki sem ég treysti.
Kærleikskveðja,
Anna Þóra Ísfold